Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Bara krakkar sem hafa ekkert betra við tímann að gera.

Jæja fyrsta bloggið mitt á mbl, þó nokkuð síðan ég stofnaði þessa síðu en hef ekki slegið til enþá.

Ég hef nú ekki mikið um þessa frétt að segja, þannig að fyrirgefið mér ef ég tala út og suður.

Ég hef ekki mikið um Jóns Ásgeirs málið að segja, kanski er það mér léttir að ekki var um meira að ræða en snjókast, ég man nú í "gamla" daga þegar bekkjarbræður mínir kaffærðumér svo illa einn veturinn að ég varð að fara heim að skipta um föt og úlpan lá til þerris í tvo daga, þá var ekki um upphlaup að ræða og ekki gat ég hlaupið í öruggt skjól. Það er í raun ótrúlegt að þetta hafi ekki gerst áður, það eru nú margir "glæponarnir" í þessu landi núna.

 Það  er eitt sem ég vil gjarnan blogga um, það eru þessir krakkar, "athyglissjúku krakkarnir, sem hafa ekkert betra við tímann að gera en kasta snjóboltum og brjóta eignir okkar, vita  foreldrarnir af þeim þarna?."

 Ég veit ekki hvaða fólk það var sem voru kallaðir hippar, enda var það löngu fyrir mína tíð, en ég hef sterkan grun um að það hafi verið krakkagemsar sem höfðu ekkert betra við tímann að gera og athyglissýkin uppmáluð, skemdarvargar sem fengu útrás sína við að skemma hluti, þeir stóðu ekki fyrir neinu, þótti ekkert að því sem stjórnvöldin voru að aðhafast og var als ekki misboðið.

 Mér er illa við það þegar sagt er að þetta séu bara krakkar (því eru það ekki "við" sem eigum aðallega að mótmæla?), mér er líka illa við að það sé brotið rúður og kastað snjóboltum. í sannleika sagt er mér alveg ótrúlega illa við það að hafa 2 milljónir yfir höfði mér, og ég ekki einu sinni byrjuð að leigja. Mér er illa við það að í næstu kosningum sé ég ekki neinn flokk sem ég get kosið sem stendur með "mér"  og mér er illa við að sjá sama  fólkið reyna að byggja nýtt land, sem steypti því niður í leðjuna (og neðar). Mér er illa við það að friðsamlegu mótmælin hafi engin áhrif og enginn haggast úr sæti sínu. Hvað er næsta skref þegar það er ekki hlustað á þá friðsömu?


mbl.is Rúður brotnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ragnheiður
Ragnheiður
Fædd 1989. Reyni eftir fremsta megni að mynda mínar eigin skoðanir En það er samt fólk í kringum mig sem hjálpar mér að sjá báðar hliðar.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband